Sigurganga Arnórs og félaga á enda

Arnór Þór Gunnarsson

Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer töpuðu sínum fyrsta leik um helgina í þýsku B-deildinni í handbolta. Topplið Bergischer beið þá lægri hlut gegn liðinu í 2.sæti, Lü­beck-Schw­artau. Lokatölur urðu 25:30 fyrir Lü­beck-Schw­artau. Þetta var því fyrsta tap liðsins á tímabilinu eftir 15 sigurleiki í röð. Arnór Þór skoraði 2 mörk fyrir lið Bergischer í leiknum.

Oddur Grétarsson skoraði þá 3 mörk fyrir lið Balingen sem vann góðan 29:22 útisigur gegn Wil­helms­havener. Sigtryggur Daði Rúnarsson kom einnig við sögu í leiknum en komst þó ekki á blað. Balingen situr í 3. sæti þýsku B-deildarinnar með 23 stig, 7 stigum á eftir toppliði Bergischer sem eru með 30.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó