Prenthaus

Sigurganga KA heldur áfram

Dagur Gautason var markahæstur í liði KA

Það virðist fátt geta stöðvað KA liðið um þessar mundir en í kvöld unnu þeir góðan 23-25 útisigur gegn Val U í Valshöllinni. Leikurinn átti upprunalega að fara fram í gær en honum var frestað vegna ófærðar.

Dagur Gautason var markahæstur í liði KA með 7 mörk. Næstir komu Áki Egilsnes með 6 mörk og Sigþór Gunnar Jónsson sem skoraði 5.

KA menn eru því enn á toppi Grill 66 deildar karla með fullt hús stiga þegar mótið er hálfnað.

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó