Silja Björk með 90.000 áhorf á TEDx


Silja Björk Björnsdóttir, 25 ára Akureyringur, hefur náð gríðarlegum árangri í að opna umræðuna hérlendis um geðsjúkdóma. Hún hélt fyrirlestur árið 2014 á TEDx Reykjavík sem hefur farið mjög víða og snert við mjög mörgum. Fyrirlesturinn heitir The taboo of depression, þar sem Silja fer ítarlega yfir sjálfsmorðstilraun sína og baráttuna við þunglyndi. Fyrirlesturinn er alveg magnaður og skilur engan eftir ósnertan, enda hefur hann nú fengið 90.000 áhorf og fer sífellt fjölgandi.

Silja segist ennþá, þremur árum seinna, fá skilaboð frá fólki hvaðanæva úr heiminum sem rekst á fyrirlesturinn. Silja er fyrirmynd í baráttunni við geðsjúkdóma og opnun umræðunnar í kringum þá. Þennan fyrirlestur ættu allir að sjá. Hann má nálgast hér að neðan:

,,Ef einhver hefði sagt við mig, þegar ég lá grátandi sárum gráti á geðdeildinni sumarið 2013 að litlu minna en ári síðar stæði ég í Hörpunni og flytti þennan fyrirlestur sem seinna meir yrði stórvinsæll á Youtube, hefði ég hlegið ofan í opið geðið á viðkomandi og líklegast látið leggja hann inn með mér,“ sagði Silja á facebook síðu sinni í gær.

Sjá einnig:

„Íslenska heilbrigðiskerfið er í besta falli skammarlegt fyrir geðsjúklinga“

UMMÆLI