Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Amabadama saman í Hofi

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og reggí hljómsveitin Amabadama

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og reggí hljómsveitin Amabadama

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og reggí hljómsveitin Amabadama koma fram saman á tónleikum í Hofi þann 4. febrúar. Þetta verða stærstu tónleikar Amabadama til þessa. Samskonar samvinnutónleikar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands voru haldnir með rokk hljómsveitinni Dimmu síðasta vor. Þá var uppselt á þrenna tónleika og voru þessir tónleikar mörgum eftirminnilegir. Aðrir tónleikar verða svo  í Eldborgarsal Hörpunnar 25. febrúar

Fyrsta Amabadama-platan „Heyrðu mig nú“ náði miklum vinsældum hér á landi. Hún verður flutt í heild sinni ásamt glænýju efni í nýjum reggí sinfónískri útsetningu. Miðasala hefst á tix.is þann 29. desember. Lofað verður einstakri upplifun með þeim Sölku Sól, Gnúsa og Steinunni Jóns í broddi fylkingar.

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er fersk og nútímaleg sinfóníuhljómsveit. Sveitin hefur spilað inn á kvikmyndir og hljómplötur sem og leikið með tónlistarmönnum úr öllum geirum tónlistarflórunnar. Þess á milli heldur hún háklassíska sinfóníutónleika. Hún hefur átt í samstarfi við Árstíðir, Todmobile, Dimmu, Pollapönk, Steve Hackett (Genesis), Ólaf Arnaldsson, Eivöru Pálsdóttur, Grétu Salóme og Dúndurfréttir svo eitthvað sé nefnt.

Hljómsveitina Amabadama skipa þau Gnúsi Yones, Salka Sól, Steinunn Jóns, Andreds, Björgvin, Ellert, Hannes, Höskuldur og Ingólfur. Hljómsveitin hefur verið á flugi síðan að lagið Hossa hossa kom út árið 2014. Platan sem fylgdi í kjölfarið sló í gegn og fjöldi laga á þeirri breiðskífu endaði á fyrstu sætum vinsældalistanna..  Árið 2015 fengu þau Íslensku Tónlistarverðlaunin sem nýliðar ársins. Hljómsveitin þykir sérstaklega skemmtileg á tónleikum þar sem gleði, kraftur og húmor ræður ríkjum.

 

 

Sambíó

UMMÆLI