NTC netdagar

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Stórsveit Reykjavíkur sameinast í Hofi

sinfojazz_tix_800x600
Kraftmikill málmblástur, sindrandi strengir og tónelskir tréblásarar fara með okkur inn í nýjan sinfónískan heim næstkomandi laugardag 16. október kl 20.  Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Stórsveit Reykjavíkur sameinast í flutningi á einu meistaraverki Gershwins;  Rhapsody in Blue. Þetta er í fyrsta sinn hér á landi þar sem Rhapsodían er flutt af sameinaðri sveit stórsveitar og sinfóníuhljómsveit þetta er því stórviðburður í íslensku tónlistarlífi sem fram fer hér í Hofi.

Á tónleikunum verður auk þess verk Kjartans Valdemarssonar Konsert fyrir Stórsveit og Sinfóníuhljómsveit frumflutt og Magni Ásgeirsson flytur allra þekktustu lög Frank Sinatra.

Verk Kjartans er afar forvitnilegt. Hann hefur jöfnum höndum skrifað fyrir stórsveit og sinfóníuhljómsveit og verður því forvitnilegt að sjá hvernig hann mun láta hljómsveitirnar kallast á í þessum óvenjulega konsert.  Gaman er að segja frá því að Kjartan er tilnefndur til Norrænu Tónlistarverðlaunanna fyrir skrif sín fyrir Stórsveit Reykjavíkur í ár.

Sigurður Flosason þreytir frumraun sína á laugardaginn sem stjórnandi sinfóníuhljómsveitar, Kjartan Valdemarsson, tónskáld og píanóleikari, er einleikari tónleikanna og hinn ástsæli söngvari Magni Ásgeirsson flytur lög Sinatra og dansarar frá Steps Dancecenter taka sporin.

Þeir Kjartan og Sigurður eru annálaðir jazz-meistarar og því viðbúið að einleikarinn og meðlimir hljómsveitanna tveggja muni leysa spunann úr læðingi þetta kvöld. Áheyrendur eiga því von konfekti fyrir eyru og augu í formi jazzspuna kraftmikils málmblásturs, sindrandi strengja og leiftrandi píanóleiks og tréblásturs.

UMMÆLI