Sinubruni í Síðuhverfi – Myndir

Slökkviliðið á Akureyri vinnur þessa stundina við að ná tökum á sinubruna í Síðuhverfi.

Margir slökkviliðsmenn eru á staðnum auk nokkurra slökkviliðsbíla.

Mikinn reyk leggur frá svæðinu.

Staðsetning eldsins hefur verið sett inn á myndina hér að neðan. Fréttin verður uppfærð.

 

UPPFÆRT

Slökkviliðið hefur náð tökum á eldinum og vinnur nú að því að slökkva allar glæður. Allt slökkvilið Akureyrar var kallað út ásamt slökkvibíl Isavia frá flugvellinum.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá svæðið sem bruninn náði yfir.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó