Um liðna helgi var sveinspróf í vélvirkjun í húsakynnum málmiðnbrautar VMA. Sveinsprófinu var skipt upp í skriflegt próf, smíðaverkefni, bilanaleitarverkefni, slitmælingarverkefni, suðuverkefni, frágang smíðaverkefnis og vinnuhraða við smíðaverkefnið og var hver þáttur metinn sérstaklega. Standast þurfti alla prófþætti prófsins til að ljúka sveinsprófinu. Greint er frá á vef VMA.
Sjö þreyttu sveinspróf í vélvirkjun að þessu sinni: Aron Sigurjónsson, Bryngeir Óli Viggósson, Hólmar Árni Erlendsson, Kristján Valur Sigurðsson, Pétur Sigurður Birkisson, Samúel Ingi Björnsson og Sigurður Andri Gunnarsson. Flestir lærðu þeir vélvirkjun í VMA.
Nánar á vef VMA. Mynd: Hörður Óskarsson.


COMMENTS