Prenthaus

Sjúkraflug hefur aukist um 17% og komum á bráðamóttöku fjölgar

Sjúkrahúsið á Akureyri.

Bjarni Jónasson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segir í pistli sínum að ívið meiri starfsemi hafi verið á sjúkrahúsinu fyrstu níu mánuðina á þessu ári í samanburði við síðasta ár. Þá hafi legudögum fjölgað og oft á tíðum stóru legudeildirnar verið yfirfullar með tilheyrandi álagi á starfsemina og starfsfólk. Þá er meðallega á öllum deildum nú 4,6 dagar en 3,4 dagar ef eingöngu er skoðað meðallegu á bráðadeildum, sem er óbreytt frá fyrri árum.
Bjarni segir aðgerðir í tengslum við styttingu biðtíma eftir gerviliðaaðgerðum og augasteinsaðgerðum hafa gengið mjög vel með samstilltu átaki allra sem að hafa komið.

Komum á bráðamóttöku fer fjölgandi ásamt almennu göngudeildinni og rannsóknum.
Sjúkraflug eru nú orðin 614 talsins en voru 526 á sama tíma í fyrra sem þýðir að aukning sjúkraflugs er 17%.

Tilefnið að pistli Bjarna var Árshátíð Sjúkrahússins á Akureyri, sem haldin var um helgina. Í lokin þakkaði hann öllu starfsfólki fyrir góð og vel unnin störf á þessum síðustu mánuðum.

Pistillinn birtist á heimasíðu Sak.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó