Gæludýr.is

Sjúkrahúsið á Akureyri verði skipuð stjórn

Sjúkrahúsið á Akureyri verði skipuð stjórn

Markmiðið væri að styrkja stjórnun sjúkrahússins og faglegan rekstur þess en fyrirhugað er að gerð verði lagabreyting sem myndi gera það mögulegt að skipa stjórn yfir sjúkrahúsinu á Akureyri. Sambærileg ákvörðun var tekin hvað varðar stjórn Landspítala árið 2022 og hefur tekist vel, burtséð frá starfsmannafjölda og fjárheimilda þá sé Sjúkrahúsið á Akureyri ein af stærstu stofnunum ríkisins og því ákvörðunin talin skynsamleg. Einnig segir á vef Stjórnarráðsins:

Stjórninni er ætlað, í samráði við forstjóra, að marka stofnuninni langtímastefnu í samræmi við stefnumörkun ráðherra og hlutverk stofnunarinnar samkvæmt lögum. Henni er einnig ætlað að yfirfara árlega starfsáætlun hennar og ársáætlun og leggja sjálfstætt mat á þær og þau markmið og mælikvarða sem þar eru sett fram og gera ráðherra grein fyrir mati sínu innan tveggja vikna frá því að ársáætlun hefur verið lögð fyrir ráðherra til samþykktar. Þá er stjórninni ætlað að taka afstöðu til ákvarðana sem eru mikils háttar eða óvenjulegar í starfsemi stofnunarinnar, svo sem varðandi skipurit stofnunarinnar. Þetta er sambærilegt og kveðið er á um varðandi hlutverk stjórnar Landspítala, líkt og kveðið er á um í reglugerð um stjórn Landspítala. Stjórnin var skipuð til að styrkja stöðu og hlutverk spítalans sem stærstu heilbrigðisstofnunar landsins í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Stjórnin hefur nú starfað í tvö ár og er forstjóra til aðstoðar við ákvarðanir um veigamikil atriði sem varða rekstur og starfsemi.

Með frumvarpi til breytinga á lögum um heilbrigðisþjónustu verður veitt lagastoð fyrir skipun stjórnar yfir Sjúkrahúsinu á Akureyri, líkt og nánar er lýst í þeim áformum sem birt hafa verið til umsagnar í samráðsgátt. Umsagnarfrestur er til 26. júlí næstkomandi.

Sambíó

UMMÆLI