Skapandi endurnýting á Listasumri

Skapandi endurnýting á Listasumri

Í dag og á morgun er Heiðdís Þóra Snorradóttir með spennandi „upcycle“ smiðjur í Rósenborg fyrir börn frá 8 ára aldri. Á miðvikudaginn, 14. júlí, býðst síðan fjölskyldum að koma á listasmiðjuna og búa til ný verðmæti úr „rusli“.

Börn geta komið og búið til hluti eða listaverk úr efnivið sem flokkast sem „rusl“ og þannig gefið hlutunum nýtt líf. Þarna fá þau að gefa hugmyndafluginu lausan taum og skapa hvað sem þau vilja.

„Upcycle“ er þekkt á íslensku sem að uppvinna eða skapandi endurnýting (e. creative reuse). Orðið er hugsað sem andstæða niðurvinnslu (e. down-cycle), sem er í raun lýsing á hefðbundnu endurvinnslu ferli. Niðurvinnsla, eða hefðbundin endurvinnsla, vísar til þess að virði vörunnar sem búið er til verður minna en upprunalegu vörunnar. Þegar við uppvinnum hins vegar þá búum við til eitthvað nýtt á skapandi hátt þannig að hlutirnir sem búnir eru til verða verðmeiri en hlutirnir sem fyrir voru – samanborið við að framleiða og kaupa nýja.

Heiðdís Þóra Snorradóttir er með master í Retail space design (Verslunar- og upplifunarhönnun) frá Elisava Barcelona.

Skráning og nánari upplýsingar er að finna á listasumar.is með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI