Skemmtilegustu snapparar Íslands vol.2

Skemmtilegustu snapparar Íslands vol.2

Vinsældir Snapchat virðast engan endi ætla að taka og svo virðist sem Snapchat sé komið til að vera. Forritið verður hins vegar ekkert skemmtilegt nema þú sért að fylgja rétta fólkinu.

Við á Kaffinu tókum saman lista yfir bestu íslensku snapparana fyrir tveimur mánuðum síðan. Nú er komið að umferð tvö þar sem við tökum saman það fólk sem við mælum með að þú addir á Snapchat.

Listan sem við tókum saman síðast má sjá hér.

Miðjan – notendanafn: midjan_official
Tveir strákar úr Menntaskólanum á Akureyri sem leggja mikinn metnað í snöppin. Addaðu þeim ef þú hefur gaman af því sem er gaman.

Strákarnir í Miðjunni ásamt þeim Agli Ploder og Nökkva Fjalari

Strákarnir í Miðjunni ásamt þeim Agli Ploder og Nökkva Fjalari

Brynjólfur Löve Mogensson – notendanafn: binnilove
Brynjólfur er mikill ævintýramaður, sörfari og meistari.

Brynjólfur Löve Mogensson

Brynjólfur Löve Mogensson

Logi Geirsson – notendanafn: fjarform
Fyrrverandi handboltahetjan, Logi Geirsson, hjálpar þér í gegnum daginn og gefur góð ráð þegar kemur að því að koma sér í gott form.

Logi Geirsson

Logi Geirsson

Birkir Bekkur – notendanafn: birkirbekkur
Eini maðurinn sem kemst á báða listana okkar og það er ekki að ástæðulausu. Hann hefur allt. Grín, góð ráð, góðar sögur og matargerð.

Birkir Bekkur

Birkir Bekkur

Helga Gabríela – notendanafn: helgagabriela
Skemmtilegur heilsu- og lífstílsbloggari sem við mælum með að allir addi.

Helga Gabríela Sigurðardóttir

Helga Gabríela Sigurðardóttir

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir – notendanafn: evalaufeykjaran
Okkar langbesti matreiðslusnappari. Sjónvarpskokkur sem ætti að geta kennt okkur sitthvað þegar kemur að því að töfra fram góðgæti í eldhúsinu.

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Gyða Dröfn – notendanafn: gydadrofn
Þessi hefur allt, getur kennt þér að mála þig, elda mat og lifa lífinu.

Gyða Dröfn

Gyða Dröfn

Manúela Ósk Harðardóttir – notendanafn: manuelaosk
Samfélagsmiðladrottningin og lífskúnsterinn Manúela Ósk sem nú býr í LA hefur á skömmum tíma orðið vinsælasti snappari landsins.

Manúela Ósk

Manúela Ósk

UMMÆLI

Sambíó