Skemmtilegustu snapparar Íslands

Skemmtilegustu snapparar Íslands

Vinsældir Snapchat virðast engan endi ætla að taka og svo virðist sem Snapchat sé komið til að vera. Við á Kaffinu tókum saman lista yfir íslenska Snappara sem nauðsynlegt er að hafa á vinalistanum.


Davíð Rúnar #Box-í-LA – notendanafn: Thugfather

Davíð er ungur sjómaður sem lætur drauma sína rætast og gefur fólki ómissandi ráðleggingar um lífið sjálft.
david-runar


Snorri Björns – notendanafn: Snorribjorns
Snorra ættu allir að vera farnir að þekkja en hann hefur hreinlega slegið í gegn á Snapchat.
snorri


Sóli Hólm – notendanafn: soliholm
Sóli Hólm er grínisti og fjölmiðlamaður sem hefur náð að mastera Snapchat. Frumlegur og skemmtilegur.
soli-holm


Hjálmar Örn – notendanafn: Hjalmarorn110
Hjámar er grínisti eins og Sóli en hann hefur hreinlega orðið frægur á Íslandi í gegnum Snapchat. Við mælum sérstaklega með því að fólk addi þessum meistara.
hjalmar


Heiðdís Rós – notendanafn: hrosmakeup
Heiðdís býr í LA og vinnur sem svokallaður celebrity mua (make up artist). Dama sem er svo sannarlega að lifa drauminn.

heiddis


Davíð Oddgeirs – notendanafn:davidoddgeirs
Ungur maður sem vinnur við áhugamálið sitt, ferðast mikið og hefur gaman af lífinu.
david-oddgeirs


Sigurbjörn Birkir “Hrikalegi” – notendanafn: birkirbekkur
Birkir er svar Akureyrar við Snorra Björns, magnaður kokkur og hrikalegur vöðvasmiður.
birkir


Aron Már – notendanafn: aronmola
Aron Mola eins og hann kallar sig er hress leiklistarnemi sem lífgar uppá á daginn þinn.
aron-mola


Gæi – notendanafn: Iceredneck
Gæi er með munninn fyrir neðan nefið og gefur engan afslátt.
gaei


Binniglee – notendanafn: Binniglee
Binni er skemmtilegur menntaskólanemi frá Akureyri sem að sýnir förðunarvörur og fleira á snappinu.
binniglee


Berglind Festival – notendanafn: berglindp.
Berglind er skemmtileg stelpa sem varð fyrst vinsæl á Twitter.
berglind

Sambíó

UMMÆLI