Prenthaus

Skoðanakönnun meðal íbúa Akureyrar um salt eða sand á göturnar

Skoðanakönnun meðal íbúa Akureyrar um salt eða sand á göturnar

Gera á skoðanakönnun meðal íbúa Akureyrar um hvaða leiðir séu æskilegastar til hálkuvarna í bænum. Í framhaldinu á svo að halda íbúafund um málið sem verður öllum opinn. Vikudagur greinir frá þessu.

Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, bókaði tillögu þess efnis sem var samþykkt í bæjarráði í síðustu viku.

Ný umhverfis­ og samgöngustefnu Akureyrarbæjar gerir ráð fyrir að takmarka eigi notkun malarefni í hálkuvörnum eins og kostur er.

 

UMMÆLI

Sambíó