Skúli Bragi er nýr varaformaður UMFÍ 

Skúli Bragi er nýr varaformaður UMFÍ 

Akureyringurinn Skúli Bragi Geirdal var á Sambandsþingi UMFÍ, Ungmennafélags Íslands, í Stykkishólmi um miðjan október kosinn í stjórn UMFÍ. Stjórnin fundaði í fyrsta sinn um síðustu helgi og skipti stjórnin þar með sér verkum. Skúli var þar gerður að varaformanni UMFÍ. Hann er jafnframt formaður tveggja nefnda, Fræðslunefndar UMFÍ og Nefndar um miðlun og samskipti, sem sér um kynningarmál UMFÍ.

Ný stjórn UMFÍ fundaði um helgina og var þetta annar fundurinn eftir 54. Sambandsþing UMFÍ um miðjan október. Á fundinum réð stjórnin ráðum sínum. Skipað var í embætti og nefndir og fóru nefndir yfir erindisbréf sín.  

Nýr varaformaður stjórnar UMFÍ er sem fyrr segir Skúli Bragi Geirdal og tekur hann við af Gunnari Þór Gestssyni. Margrét Sif Hafsteinsdóttir er gjaldkeri í stað Guðmundar G. Sigurbergsson og Sigurður Óskar Jónsson er áfram ritari stjórnar.

Hér eru nefndirnar og formenn þeirra:

  • Framkvæmdastjórn: Helgi Sigurður Haraldsson, formaður.
  • Fjárhags- og greiningarnefnd: Margrét Sif Hafsteinsdóttir, formaður.
  • Laganefnd: Margrét Sif Hafsteinsdóttir, formaður.
  • Móta- og viðburðanefnd: Helgi Sigurður Haraldsson, formaður.
  • Fræðslunefnd: Skúli Bragi Geirdal, formaður.
  • Skólabúðanefnd: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður.
  • Upplýsingatækninefnd: Halla Margrét Jónsdóttir, formaður
  • Nefnd miðlunar og samskipta (áður útgáfu- og kynningarnefnd): Skúli Bragi Geirdal
  • Ungmennaráð: Óskipað.
  • Úthlutunarnefnd sjóða: Sigurður Óskar Jónsson, formaður.
  • Þrastaskógarnefnd: Ragnheiður Högnadóttir, formaður.
  • Unnið er að skipun nefnda um Landsmót UMFÍ 50+ og Unglingalandsmót UMFÍ.

COMMENTS