Skyndilokun við Dettifoss – Lífshættulegar aðstæður

Skyndilokun við Dettifoss – Lífshættulegar aðstæður

Vegum við Dettifoss hefur verið lokað vegna hættulegra aðstæðna. Mikið leysingavatn er nú á svæðinu og vatnið farið að flæða yfir veg 862 áleiðis að fossinum og því hefur veginum verið lokað, sem og vegi 864. Um Sanddal rennur nú á undir snjónum sem er alla jafna ekki til staðar.

Viðvörun inn á Safetravel.is.

Aðstæðurnar eru lífshættulegar og því hefur þjóðgarðsvörður, í samráði við Vegagerðina og lögreglu, lokað svæðinu fyrir umferð um óákveðinn tíma. Vorið 2016 komu upp sambærilegar aðstæður á þessu svæði og þá stóð lokunin yfir í einn og hálfan sólahring.

UMMÆLI

Sambíó