Slökkt á FM-útsendingum Léttbylgjunnar og X-977 á landsbyggðinni

Slökkt á FM-útsendingum Léttbylgjunnar og X-977 á landsbyggðinni

Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn hefur slökkt á FM-útsendingum Léttbylgjunnar og X-977 á landsbyggðinni. Breytingarnar tóku gildi 1. september síðastliðinn.

Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri miðla- og efnisveitna hjá Sýn, segir í samtali við fréttastofu RÚV að helsta ástæða breytinganna sé breytt hegðun hlustenda, sem færa sig í síauknum mæli yfir á netið. Einhver hagræðing sé líka í því að minnka FM dreifingu.

Hún bendir á að enn sé hægt að hlusta með því að nota „Bylgju-appið“, „FM957-appið“ og „X977-appið“, auk þess að stöðvarnar verði áfram aðgengilegar í gegnum Vísis-útvarp og á TuneIn.

Kristjana segir einnig að engar frekari skerðingar á FM-útsendingum séu í vændum.

COMMENTS