Slökkviliðsmenn söfnuðu rúmlega milljón krónum

Mynd: facebook-síða Slökkviliðs Akureyrar.

Á laugardaginn lögðu slökkviliðsmenn Akureyrar í göngutúr frá ráðhústorgi kl. 10 og gengu Eyjafjarðarhringinn á 5 klukkutímum. Þessi ganga var hluti af átakinu  „Gengið af göflunum – Gengið til góðs“ til styrktar Hollvinum Sjúkrahússins á Akureyri. Með þessu stefndu þeir að því að safna nógu mörgum áheitum svo hægt yrði að kaupa nýja ferðafóstru; neyðarflutningsbúnað fyrir veika nýbura og fyrirbura.

Alls söfnuðust rétt tæplega 1,2 milljónir króna. Þessi upphæð rennur óskipt til Hollvinasamtakanna og starfsmenn Slökkviliðs Akureyrar þakka kærlega fyrir sig og þann stuðning sem framlag þeirra fékk. Reikningurinn stendur þó enn þá opinn fyrir þá sem vilja leggja þessum flotta málstað lið.
Númerið er 0565-14-405630 og kt. 640216-0500.

 

 

Sambíó

UMMÆLI