beint flug til Færeyja

Slys á Ólafsfjarðarvegi

Í dag varð slys á Ólafsfjarðarvegi þegar tvær bifreiðar lentu saman, en önnur bifreiðin var með hjólhýsi í eftirdragi. Enginn slasaðist alvarlega í slysinu en hins vegar var veginum lokað vegna mikils braks úr ökutækjunum. Nú hefur önnur akreinin þó verið opnuð og er hleypt bifreiðum í gegn með umferðastjórn. Lögreglan varar því við töfum fyrir þá sem eiga þarna leið hjá en telja þó að þetta standi ekki yfir mikið lengur.

Sambíó

UMMÆLI