BARR

Snjóflóðahætta á Siglufjarðarvegi

Siglufjarðarvegur þungbær.

Siglufjarðarvegur varð lokaður í dag vegna snjóflóðahættu. Sveinn Brynjólfsson, snjóflóðafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að lítil flóð hafi fallið á Siglufjarðarveginum svo ákveðið var að hafa varann á.

Einnig hefur verið lýst yfir óvissustigi B á Ólafsfjarðarvegi en honum hefur þó ekki verið lokað enn. Á vef Vegagerðarinnar er hægt að skoða færðina og breytingar nánar.

 

UMMÆLI