Söfnunarreikningur settur upp fyrir Rúnar Berg

Söfnunarreikningur settur upp fyrir Rúnar Berg

Vinir og fjölskylda Rúnars Bergs, fimm ára drengs frá Akureyri, hafa sett af stað söfnunarreikning í hans nafni en Rúnar greindist með hvítblæði á dögunum.

Fyr­ir rúm­um tveim­ur vik­um síð­an tóku par­ið Gunn­ar Jarl Gunn­ars­son og Ingi­björg Huld­a Jóns­dótt­ir eft­ir því að fimm ára son­ur þeirr­a, Rún­ar Berg, væri ólíkur sjálfum sér vegna veikinda. Ingibjörg, sem er hjúkrunar­fræð­ing­ur á Sjúkr­a­hús­in­u á Akur­eyr­i, ákvað að taka blóðprufu og tók strax eftir því að ekki væri allt í lagi. Fjölskyldunni var flogið suður og Rúnar var greindur með hvítblæði stuttu síðar.

„Þett­a er einn dag­ur í einu. Við ger­um okk­ur grein fyr­ir því að þett­a er lang­hlaup og vit­um ekk­ert hvað fram­tíð­in ber í skaut­i sér. Við verð­um bara til stað­ar fyr­ir litl­a karl­inn en þett­a tvístr­ar fjöl­skyld­unn­i svo­lít­ið. Við eig­um ann­an strák sem er 13 ára. Það er ým­is­legt sem er að brjót­ast inn í mann­i,“ seg­ir Gunn­ar Jarl í samtali við Fréttablaðið en þar má lesa nánari umfjöllun og viðtal við foreldrana.

Til þess að hjálpa til við söfnunina hafa vinir Gunnars og Ingibjargar einnig efnt til happdrættis. Miðaverð er á 2500 krónur en hægt er að hjálpa til á Facebook síðu Hildar Magnúsdóttur, sem stendur fyrir happdrættinu. Glæsilegir vinningar eru í boði frá fyrirtækjum á Akureyrarsvæðinu eins og Hótel Kjarnalundur, Betri búðin og Vamos AEY. Þá mun hlaup­a­hóp­ur­inn Vin­ir Rún­ars hlaup­a til styrkt­ar Styrkt­ar­fé­lags krabb­a­meins­sjúkr­a barn­a í Reykj­a­vík­ur­mar­a­þon­in­u og hægt er að styrkja það hér.

Styrkt­ar­sjóð­ur Rún­ars:

Kenn­i­tal­a: 020892-3749

Reikn­ings­núm­er: 0511-14-011788

Sambíó

UMMÆLI