Prenthaus

Sóley Margrét sigraði Evrópumótið og sló Evrópumet í leiðinni

Sóley Jónsdóttir.

Kraftlyftingakonan og Akureyringurinn Sóley Margrét Jónsdóttir sigraði Evrópumótið í kraftlyftingum í Tékklandi um helgina. Þetta er í annað árið í röð sem Sóley tekur gullið á Evrópumótinu. Sóley er aðeins 16 ára gömul og æfir með Kraftlyftingafélagi Akureyrar. Ekki nóg með að vinna titilinn heldur sló hún líka Evrópumet í stúlknaflokki með því að lyfta 232,5 kg í hnébeygju.
Samtals lyfti Sóley 547,5 kg á mótinu, þar af 115 kg í bekkpressu og 200 kg í réttstöðulyftu.

Hér að neðan má sjá myndband af því þegar hún slær Evrópumetið en það var Kraftlyftingasamband Evrópu sem birti myndbandið á facebook síðu sinni.

Og viðtal við Sóleyju:

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó