Sóley Rós ræstitæknir mætir í Samkomuhúsið

 Sóley Rós ræstitæknir

Sóley Rós ræstitæknir

Hin margrómaða leiksýning Sóley Rós ræstitæknir kemur þann 3. og 4. febrúar  í Samkomuhúsið.  Sýningin hefur hlotið einróma lof gagnrýnanda og fengið góða aðsókn í Tjarnarbíói í Reykjavík. Verkið er byggt á viðtölum við raunverulega hvunndagshetju frá Akureyri sem hefur átt lygilegt lífshlaup, kynnst mótlæti og sárum missi.   Sóley Rós er einstök persóna. Hún er Bjartur í Sumarhúsum, hún er Þóra í Hvammi. Verkið er meinfyndið og grátbroslegt en tekur á mikilvægum málefnum sem allir hafa skoðanir á og varða okkur öll.

 

Höfundar leikverksins eru þær Sólveig Guðmundsdóttir og María Reyndal sem einnig leikstýrir sýningunni og Sólveig túlkar Sóleyju Rós. Sveinn Ólafur Gunnarsson er mótleikari Sólveigar.  Sýningin er klukkutíma löng og án hlés en aðeins eru áætlaðar tvær sýningar.

UMMÆLI