Prenthaus

Sölvasaga unglings kemur út á færeysku

Arnar Már í viðtali í Stavanger.

Sölvasaga unglings, bók eftir akureyringinn Arnar Már Arngrímsson kemur nú út á færeysku.
Þetta er fyrsta bók Arnars en hún hefur sannarlega slegið í gegn á Íslandi og á Norðurlöndunum og fengið frábæra dóma. Fyrst var Arnar tilnefndur til Íslensku Bókmenntaverðlaunanna fyrir bókina og síðar tilnefndur til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, og hlaut síðar þau verðlaun í nóvember í fyrra.

Bókin hefur þegar verið gefin út á sænsku, þar sem hún heitir „Noll Koll“ eða „Ekki hugmynd“, en Arnar segir frá á facebook síðu sinni að nú verði bókin einnig gefin út á færeysku.
„Ég get ekki ímyndað mér meiri heiður“, segir Arnar Már. 

Umfjöllunarefni bókarinnar er Sölvi, 14 ára unglingur frá Reykjavík sem er sendur gegn vilja sínum í sveit til ömmu sinnar. Þar þarf hann að kynnast lífinu án internets og annarra nútímaþæginda. Í sveitinni lærir hann að takast á við lífið á annan hátt en hann hefur áður gert.  Á sænsku heitir bókin „Noll Koll“ eða „Ekki hugmynd“.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó