Sprauta saltvatni á götur bæjarins

Sprauta saltvatni á götur bæjarins

Undanfarnar vikur hefur Akureyarbær brugðið á það ráð að sprauta sjó og saltvatni á götur bæjarins til að sporna gegn svifryksmengun. Þetta hefur verið gert þegar götur bæjarins hafa haldist þurrar og mestar líkur eru á svifryksmengun.

Hér sést vel hvaða götur hafa verið sprautaðar

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi keyrir þess til gerður bíll um götur bæjarins og sprautar saltvatninu á göturnar til að bleyta þær og minnka þar með svifryk.

Þá eru göturnar einnig sópaðar.

Kaffið.is hefur ekki fengið svör frá Akureyrarbæ hvers vegna þessi aðferð er farin þegar leitað var eftir svörum.

Íbúar og bíleigendur eru ekki allir sáttir með saltið á götunum.


UMMÆLI