Sprautunál með óþekktum vökva fannst hjá KA-vellinum

Kona á Akureyri fann sprautunál á laugardagsmorguninn þegar hún var í gönguferð í Lundarhverfi. Sprautuna fann hún í nágrenni við KA-heimilið og verður að teljast lukkulegt að hún hafi rekist á hana en ekki börn í hverfinu. Konan deildi myndinni á facebook og margir hafa líst áhyggjum sínum í athugasemdum við myndina. Sprautan er hálf full af brúnu efni sem ekki liggur ljóst fyrir hvað er.
Konan skilaði nálinni til lögreglunnar.

Hér að neðan má sjá myndina sem konan deildi á facebook.

Sprautan fannst við KA-völlinn í Lundarhverfi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó