Staðfest smit á Grenivík

Staðfest smit á Grenivík

Eitt smit kóróna veirunnar hefur nú verið staðfest á Grenivík. Viðkomandi hefur verið í sjálfskipaðri sóttkví og er ekki talin hætta á að smit hafi dreift sér á þessu stigi, segir í tilkynningu sveitastjóra á heimasíðu Grenivíkur.
Viðkomandi er nú í einangrun og einungis var einn annar settur í sóttkví vegna smitsins.

Fyrsta smitið á Norðurlandi eystra greindist síðustu helgi en einstaklingum í sóttkví hefur fjölgað töluvert í vikunni. Nú eru alls 177 einstaklingar í sóttkví á Norðurlandi eystra.

330 smit vegna veirunnar hafa verið staðfest hér á landi en 287 þeirra eru á Höfuðborgarsvæðinu þar sem 2595 manns eru nú í sóttkví.

Ef þú finnur fyrir einkennum eða óttast smit hringdu þá í 1700. Veikir einstaklingar eru sérstaklega beðnir um að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma. Upplýsingar um veiruna og viðbrögð á vef Embættis Landlæknis.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó