Vinna og vélar

Stærðfræðisnillingar í MA

20100324133325-1_0Átta nemendur úr Menntaskólanum á Akureyri komust áfram í forkeppni stærfræðikeppni framhaldsskólanna 4.október síðastliðinn.

Alls 377 nemendur tóku þátt í keppninni frá 24 skólum á landsvísu, þar af 132 nemendur á efra stigi og 245 á neðra stigi. MA átti þar 4 nemendur á hvoru stigi.
Á neðra stigi varð Magni Steinn Þorbjörnsson 2T í 6.sæti, Friðrik Valur Elíasson 2T í 7.sæti, Sævar Gylfason 2V í 8.-9.-sæti og Hrafnkell Hreinsson 2T í 17.sæti.

Á efra stigi varð Atli Fannar Franklín 4X í 2.-3. sæti, Erla Sigríður Sigurðardóttir 4X í 10. sæti, Brynjar Ingimarsson 4X í 14.-17. sæti og Sindri Unnsteinsson 3X í 18. sæti.
Atli Fannar Franklín leiðir hópinn í næst efsta sætinu en hann hefur einnig átt sæti í ólympíuliði Íslands í stærðfræði og tekur einnig þátt í Eystrasaltskeppninni í Oulu í Finnlandi 3.-7. nóvember.

Það má sannarlega segja að þetta sé glæsilegur árangur hjá þessum nemendum Menntaskólans og við óskum þeim velgengis með framhaldið.

Sambíó

UMMÆLI