Stærsti útskriftarárgangur Háskólans á Akureyri frá upphafiLjósmynd: Unak

Stærsti útskriftarárgangur Háskólans á Akureyri frá upphafi

Háskólinn á Akureyri tilkynnti í dag á vef sínum um Háskólahátíðina þar sem tæplega 550 kandídatar útskrifast nú úr háskólanum sem er mesti fjöldi sem útskrifast hefur úr skólanum frá upphafi. Hátíðin í dag er ekki síður merkileg fyrir þær sakir að Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA mun í tíunda og síðasta skipti útskrifa kandídatana.

NTC netdagar

Eyjólfur sagði „það hafa verið alger forréttindi að fá að stýra Háskólanum á Akureyri síðastliðin tíu ár og svo sannarlega verið ferðalag þar sem reynt hefur á en líka unnist stórkostlegir sigrar og við, háskólasamfélagið í HA, höfum komist í gegnum allskonar erfiðleika en ávallt höfum við komist í gegnum þá sterkari en áður.“

Sambíó

UMMÆLI