Starfsfólk Covid-deildarinnar á SAk dansar á framlínunni

Starfsfólk Covid-deildarinnar á SAk dansar á framlínunni

Þrátt fyrir erfiða og krefjandi tíma hjá heilbrigðisstarfsfólkinu okkar þessa dagana er ekki langt í jákvæðnina hjá okkar fólki. Sérstök Covid-deild á Sjúkrahúsinu á Akureyri var opnuð í dag, 6. apríl, og í kjölfarið birti Sjúkrahúsið á Akureyri myndband af starfsfólkinu í framlínunni á facebook-síðu sinni. Þar sést starfsfólkið taka létt spor í hlífðarbúnaðinum frá toppi til táar.

Heilbrigðisstarfsfólk víðsvegar um heiminn hefur deilt myndböndum á samfélagsmiðlum af sér dansa á framlínunni til að létta undir á þessum erfiðu tímum. Covid-deildin á SAk lætur ekki undan og tekur auðvitað þátt í þessari heimsáskorun með stæl.


UMMÆLI

Sambíó