Prenthaus

Steindór ráðinn framkvæmdarstjóri Golfklúbbs Akureyrar

Steindór Kr. Ragnarsson er nýr framkvæmdarstjóri GA.

Steindór Kr. Ragnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri GA og tekur við af Heimi Erni Árnasyni sem sagði upp fyrir nokkrum vikum síðan.  Steindór er félögum GA vel kunnugur, en hann hefur starfað sem vallarstjóri GA undanfarin 15 ár.

Töluverðar breytingar hafa verið innan Golfklúbbs Akureyrar um nýverið en Heimir Árnason segir uppsögn sína sem framkvæmdarstjóri ekki tengjast ósættinu innan klúbbsins á nokkurn hátt. Eins og Kaffið fjallaði um fyrr í vikunni var golfkennara til margra ára sagt upp störfum að hans sögn fyrir ummæli um formann klúbbsins.

Steindór er menntaður í golfvallafræðum frá Elmwood College í Skotlandi.  Steindór hefur einnig gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum og er nú formaður Samtaka íþrótta- og golfvallarstarfsmanna á Íslandi.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessari áskorun, hér er mikil uppbygging búin að vera í gangi síðustu ár og verður gaman að fá að vinna enn nánar að frekari framförum,segir Steindór í tilkynningu á heimasíðu GA.

Sjá einnig:

Ósætti innan Golfklúbbs Akureyrar – Golfkennara til margra ára sagt upp störfum

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó