beint flug til Færeyja

Stórleikur hjá Tryggva í sigri Íslands gegn Ítalíu

Stórleikur hjá Tryggva í sigri Íslands gegn Ítalíu

Ísland sigraði Ítalíu í undankeppni HM í körfubolta í Ólafssal í kvöld. Tvíframlengja þurfti leikinn áður en úrslitin réðust með mikilli dramatík, lokatölur 107-105 fyrir Íslandi. Með sigrinum er Ísland á góðri leið með að komast upp úr sínum riðli fyrr hafði liðið sigrað Holland en tapað gegn Rússlandi og er í 2. sæti á eftir Rússum sem eru með fullt hús stiga eftir sigur gegn Hollandi í dag. Þrjú efstu liðin komast áfram á næsta stig.

Tryggi Snær Hlinason átti frábæran leik fyrir Ísland í kvöld. Hann skoraði 34 stig og tók 21 frákast. Elvar Friðriksson kom næstur með 25 stig og Martin Hermannsson 23 stig.

Ísland og Ítalía mætast aftur í Bologna á sunnudagskvöld og undankeppninni lýkur svo í byrjun júlí þegar Ísland spilar heimaleiki við Holland og Rússland.

Sambíó

UMMÆLI