Stórstjörnur koma fram á FiskidagstónleikunumMynd: trölli.is

Stórstjörnur koma fram á Fiskidagstónleikunum

Fiskidagstónleikarnir 2019 verða haldnir sem fyrr við hafnarsvæðið á Dalvík á laugardaginn, 10. ágúst nk. Hljómsveit Rigg viðburða leikur undir hjá þjóðþekktum söngvurum sem flytja sín vinsælustu lög í útsetningum Ingvars Alfreðssonar.

Gestgjafar eru heimamennirnir Friðrik Ómar, Eyþór Ingi og Matt Matt. Gestasöngvarar Fiskidagstónleikana 2019 eru: Svala, Valdimar, Auður, Páll Óskar, Sigga Beinteins, Grétar Örvarsson, Hr. Hnetusmjör, Þorgeir Ástvaldsson, Eyjólfur Kristjánsson og Bjartmar Guðlaugsson. 
Í kjölfar tónleikana verður glæsileg flugeldasýning.
Allir eru hjartanlega velkomnir á tónleikana.

Hljómsveitarstjórn: Ingvar Alfreðsson
Dansar: Birna Björnsdóttir
Hljóð: Haffi Tempó
Lýsing: Helgi Steinar
Grafík: Pálmi Jónsson 
Verkefnastjórn Exton: Steinar Snæbjörnsson
Verkefnastjórn Rigg: Haukur Henriksen
Sviðsetning og yfirumsjón: Friðrik Ómar

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó