NTC netdagar

Stórstjörnurnar hafa það gott á Húsavík

Stórstjörnurnar hafa það gott á Húsavík

Mikið hefur á gengið á Húsavík síðustu daga en um þessar mundir fara þar fram tökur á nýjustu mynd Will Ferrell og Netflix, sem ber einfaldlega titilinn Eurovision. Myndin fjallar um leið Íslands að sigrinum í Eurovision, sem eins og við öll vitum er enn ekki kominn í hús. Það eru engar smástjörnur sem fara með aðalhlutverk í myndinni en auk Will Ferrel eru þau Rachel McAdams og Pierce Brosnan.

Tökur á myndinni fóru fram um helgina þar sem rúmlega 200 manna tökulið kom til Húsavíkur vegna myndarinnar. Brosnan var allavega mjög hrifinn af Húsavík um helgina ef marka má Instagram póstana hans þar sem hann þakkaði Húsavík fyrir hlýjar móttökur.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó