beint flug til Færeyja

Stubbur semur við Þór

Steinþór Már Auðunsson og Aðalsteinn Pálsson formaður knattspyrnudeildar Mynd:thorsport.is

Steinþór Már Auðunsson og Aðalsteinn Pálsson formaður knattspyrnudeildar
Mynd:thorsport.is


Markvörðurinn Steinþór Már Auðunsson, eða Stubbur er genginn til liðs við Þór en frá þessu er greint á vefsíðu félagsins, thorsport.is


Steinþór Már Auðunsson er 26 ára gamall, uppalinn KA maður er Þórsurum vel kunnur enda lék hann með liðinu við góðan orðstír sumarið 2015.

Steinþór spilaði fyrir Pál Viðar Gíslason og félaga í Völsungi í 2. deild í sumar en áður hefur hann leikið með Dalvík/Reyni. Steinþór mun því næsta sumar keppa við Aron Birki Stefánsson um markmannsstöðuna hjá lærisveinum Lárusar Orra í Þór.

Samningur Steinþórs við Þór er til eins árs.

Sambíó

UMMÆLI