Stúfur mætir í Samkomuhúsið

Stúfur

Stúfur


„Ég er jólasveinn með stóra drauma, svo stóra að þeir komast ekki almennilega fyrir inni í mér af því ég er frekar lítill.“

Hér sýnir og sannar jólasveinninn Stúfur að hann er enginn venjulegur jólasveinn. Hér birtist leikarinn, tenórinn, trúðurinn, heimsmaðurinn og eineltisbarnið Stúfur, geislandi af hæfileikum, ljúfur,hrjúfur, spriklandi og sprellfjörugur því hann hefur verið duglegur að læra og æfa sig í von um frekari frægð og frama. Hann hefur nú kynnt sér leikhúsið; lært að syngja, dansa og segja sögur í mismunandi leikstílum – og síðast en ekki síst, lært að hlusta á leikstjórann. Stúfur segir áhorfendum sannar sögur af sjálfum sér og samferðarfólki sínu, í bland við frumsamin krassandi ævintýri sem ættu að gleðja jafnt börn, unglinga, foreldra, afa og ömmur – og jafnvel hina geðvondu og sípirruðu móður listamannsins, sjálfa Grýlu.

Stúfur er jólasýning fyrir rollinga, unglinga, ömmur og afa og allt þar á milli. Samt mest fyrir snillinga.

Miðasala á www.mak.is


UMMÆLI