Sunna Kristins tekur magnaða ábreiðu af Toxic með Britney Spears

Sunna Kristinsdóttir.
Ljósmyndari: Rut Sigurðardóttir.

Sunna Kristinsdóttir birti á facebook síðu sinni í gær hreint út sagt magnaða ábreiðu af laginu Toxic með Britney Spears sem gerði alltaf vitlaust um árið. Sunna er 24 ára gömul frá Bakkafirði og hefur verið mikið að syngja og birta ábreiður á netinu.

Útgáfan er ólík popplaginu sjálfu að mörgu leyti en hún er mun rólegri og aðeins með gítar sem undirspil. Ábreiðuna birti Sunna á Soundcloud og hægt er að hlusta á hana í spilaranum hér að neðan:


 

UMMÆLI