Super Break hættir við flugferðir til Akureyrar í sumar – Öll hótel fullbókuð

Fyrstu farþegarnir sem komu með beinu flugi frá Bretlandi í janúar. Mynd: Markaðsstofa Norðurlands.

Breska ferðaskrifstofan Super Break hóf nú í janúar beint flug frá Bretlandi til Akureyrar og stefnt var að því að fljúga einnig í sumar. Nú er það ljóst að ekkert verður af því þar sem uppbókað er á flestum hótelum á Norðurlandi í sumar. Vikudagur greinir frá þessu í dag en ferðaskrifstofan var aðalega að horfa á gististaði á Akureyri, Siglufirði og Mývatni.

Í samtali við Vikudag segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, þetta vera mikil vonbrigði en þó sé ferðaskrifstofan að áætla bein flug til Akureyrar sumarið 2019.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó