Prenthaus

Super Break mun áfram fljúga til Akureyrar

Breska ferðaskrifstofan Super Break mun halda áfram beinu flugi til Akureyrar. Þetta kemur fram í svari fyrirtækisins við spurn mbl.is. Í síðustu viku var tveimur flugvélum af þremur á vegum Super Break snúið til Keflavíkur að sökum þess að ekki var hægt að lenda á Akureyrarflugvelli.

Vélarnar óskuðu eftir því að fá að lenda í Leifsstöð vegna þess að skyggni á Akureyrarflugvelli þótti ekki nægilega gott. Koma þarf upp svökölluðum ILS-búnaði á Akureyrarflugvelli til að þotur geti lent þar þegar veður er ekki með besta móti.

„Super Break mun halda áfram að fljúga beint til Ak­ur­eyr­ar eins og áætlan­ir gera ráð fyr­ir á næstu vik­um,“ segir í svari ferðaskrifstofunnar. Öryggi farþega mun áfram verða í fyrirrúmi hjá fyr­ir­tæk­inu og því verður lent á Ak­ur­eyri þegar aðstæður leyfa.

Flugvöllurinn uppfyllir allar kröfur

„Flug­völl­ur­inn á Ak­ur­eyri upp­fyll­ir alla alþjóðlega staðla og fyr­ir­tækið mun halda áfram að fljúga til Ak­ur­eyr­ar sam­kvæmt áætl­un­um,“ kem­ur fram í svari þegar spurt er hvort flug­inu verði haldið áfram ef ILS-búnaður­inn verði ekki tryggður.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sam­gönguráðherra sagði um helg­ina að upp­setn­ing ILS-búnaðarins muni kosta um 100 millj­ón­ir króna en lík­lega verður ekki hægt að fara í verkið fyrr en í vor eða sum­ar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó