SuperBreak gjaldþrota – Beint flug milli Akureyrar og Bretlands í uppnámi

SuperBreak gjaldþrota – Beint flug milli Akureyrar og Bretlands í uppnámi

Breska ferðaskrifstofan SuperBreak tilkynnti það í dag að hún er gjaldþrota.
Ferðaskrif­stof­an hefur boðið upp á flug á milli Ak­ur­eyr­ar og Bret­lands með köfl­um frá ár­inu 2017. Í mars á þessu ári kom tilkynning um að til stæði að halda fluginu áfram en úr þessu lítur út fyrir að svo verði ekki nema aðrir aðilar taki við áætlunarfluginu.

Í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands segir:
,,Þær leiðinlegu fréttir voru að berast okkur að SuperBreak er gjaldþrota. Flug til Akureyrar frá Bretlandi næsta vetur fellur því niður nema aðrir aðilar fáist til að taka við þeim áætlunum sem hafa verið settar upp.“

UMMÆLI

Sambíó