Svavar Knútur – „Getum við farið að horfa á börn út frá möguleikum þeirra sem einstaklinga, demanta sem má slípa til einstakrar fegurðar, en ekki sem leir sem þarf að móta fyrir þarfir atvinnulífsins?“

Svavar Knútur.

Svavar Knútur.

Tónlistamaðurinn Svavar Knútur birti í gær á facebook síðu sinni einlægan pistil þar sem hann lýsir yfir aðdáun sinni á grunnskólum landsbyggðarinnar. Hann lýsir því hvað það er fallegt að sjá smægð skólanna og nándina sem myndast milli nemanda og kennara á öllum aldri.

Svavar Knútur, ásamt vini sínum Aðalsteini Ásbergi Sigurðssyni, hafa ferðast um landið allt og heimsótt grunnskólabörn í allflestum grunnskólum landsins á síðastliðnum 8 árum. Þar hafa þeir verið með dagskrá bæði um skáldin Stein Steinarr og Tómas Guðmundsson þar sem þeir sungu lög þeirra skálda fyrir þúsundir nemenda.

Svavar segir stóra grunnskóla ekki endilega vera börnum fyrir bestu, eins og haldið er fram, en þetta lýsir hann sem upplifun sinni á sínum ferðalögum um landið: „Stærðarhagkvæmni í menntamálum er mesta bullshit sem ég veit. Það er fáránlegt að reyna að beita forsendum stærðarhagkvæmni þegar kemur að menntun og vellíðan barna. Virkar vel ef framleiða á bíla eða rækta gúrkur, en ekki til að gæta að velferð, þroska og hamingju barna.“

Færslu Svavars má sjá í heild sinni hér og mikið til í þessu hjá honum. Er stærra endilega betra?


UMMÆLI

Sambíó