Sýrlenskur matur á Aleppo fyrir fólk á flótta


Lýðræðishátíðin Fundur fólksins verður haldin á Akureyri helgina 8. – 9. september í Hofi, en hátíðin er samansafn af fyrirlestrum, málþingum og skemmtiatriðum allsstaðar af landinu og Norðurlöndunum. Í tilefni hátíðarinnar verður einnig haldin fjáröflun til styrktar UNICEF.
Khattab al Mohammad opnaði nýverið Aleppo kebab á Akureyri og hann mun sjá um að elda í veitingavagninum sínum í göngugötunni ásamt fjölskyldu sinni. Það virkar þannig að þú kaupir eina máltíð fyrir sjálfan þig og aðra fyrir barn á flótta. Fyrir hverja máltíð borgaru 3.000 kr. og skiptist hún í 1.500 kr. fyrir máltíðina þína og 1.500 kr. fyrir börn á flótta. Allur ágóðinn rennur til neyðaraðgerða UNICEF fyrir börn í Sýrlandi og nágrannaríkjum.

Framlögin munu hjálpa börnum á flótta undan stríðinu í Sýrlandi og börnum á átakasvæðinu, en milljónir manna eru á flótta innanlands vegna stríðsátakanna, þar af helmingur börn. UNICEF leggur áherslu að dreifa hreinu vatni og hreinlætisgögnum, veita heilsugæslu, sinna barnavernd, veita sálrænan stuðning og sjá til þess að börn á flótta fái einhverja kennslu svo þau detti ekki alfarið úr námi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó