Tæplega 50 lið skráð á Pollamót Þórs – Reiknað með yfir 500 keppendum

Tæplega 50 lið skráð á Pollamót Þórs – Reiknað með yfir 500 keppendum

Nú eru aðeins nokkrir dagar þar til 31. Pollamót Þórs hefst á íþróttasvæði Þórs við Hamar. Nú þegar hafa 47 lið skráð sig til leiks en dagskrá mótsins í ár er afar glæsileg.

Mótið hefst á fimmtudagskvöldið þegar dregið verður í riðla mótsins, þar mun enginn annar en DJ Vélarnar þeyta skífum. Á föstudagsmorgun verður svo flautað til leiks í sex deildum mótsins.

Dagskrá föstudagsins lýkur svo í Hamri þar sem Hvanndalsbræðurnir Summi og Pétur keyra upp stuðið. Fjörið heldur svo áfram á laugardaga en úrslitaleikir mótsins verða leiknir seinnipart laugardags.

Hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn, munu svo slíta mótinu með alvöru sveitaballi í Boganum. Miðasala á ballið er í fullum gangi í Hamri, félagsheimili Þórs. Enn er hægt að skrá lið til leiks og fer skráning fram HÉR.

UMMÆLI

Sambíó