Talmeinafræðingar telja lausn SÍ vera þvingunaraðgerðirMynd:hi.is

Talmeinafræðingar telja lausn SÍ vera þvingunaraðgerðir

Deila talmeinafræðinga og Sjúkratrygginga Íslands heldur áfram. Talmeinafræðingar telja að lausn sem Sjúkratryggingar bjóða um fyrirtækjasamning í stað samnings við einstaka talmeinafræðinga séu þvingunaraðgerðir. Að öllu óbreyttu er óvíst hvort yfir 60 börn missi talmeinafræðinga sína á Akureyri vegna kröfu um tveggja ára starfsreynslu. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Sjá einnig: Möguleg lausn í sjónmáli fyrir talmeinafræðinga og skjólstæðinga þeirra

Félag talmeinafræðinga sendi frá sér yfirlýsingu þar sem lausn Sjúkratrygginga Íslands er hafnað. Í yfirlýsingunni segir að þessir fyrirtækjasamningar henti ekki því rekstr­ar­formi sem stof­ur sjálf­stætt starf­andi tal­meina­fræðinga starfa eft­ir. Talmeinafélagið lítur á að þetta sem þvingunaraðgerðir af hálfu Sjúkratrygginga. Talmeinafræðingar vilja standa saman og losna við kröfuna um tveggja ára starfsreynslu. Stofan á Akureyri hefur aðeins fengið drög að fyrirtækjasamningi og hefur ekki ákveðið hvort hann verður samþykktur, segir á vef RÚV. 

Forstjóri Sjúkratrygginga staðhæfði að ekki sé til fjármagn til að byrja að greiða fyrir þjónustu allra talmeinafræðinga sem ekki hafa náð tveggja ára starfsreynslu. Talmeinafræðingar telja hins vegar að sá kostnaður sé ofmetinn. Í yfirlýsingu Félags talmeinafræðinga segir að stjórnvöld verði að gera ráð fyrir þessari þjónustu í fjárlögum. Annars líði börn og aðrir skjólstæðingar talmeinafræðinga áfram fyrir skort á þjónustunni. Umfjöllun RÚV má lesa í heild sinni með því að smella hér.

UMMÆLI