Telja að hinn látni sé ferðamaðurinn

Telja að hinn látni sé ferðamaðurinn

Þyrla Landhelgisgæslunnar leitaði í kvöld að þýskum ferðamanni í Flateyjardal ásamt björgunarsveitum af Norðurlandi eystra. Ferðamaðurinn sem var einn á ferð skildi bíl sinn eftir við eyðibýlið Hof fyrir tveimur vikum. Eiginkona mannsins hafði ekki heyrt frá honum síðan 14. júlí síðastliðinn. 

Skömmu fyrir kl. 19:00 í kvöld fann áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar látna manneskju í svo kölluðum Skriðum austan Hvalvatnsfjarðar. Lögreglan telur líkur á að um sé að ræða aðila sem leitað hefur verið að í dag á þessu svæði. Það á hins vegar eftir að staðfesta með formlegum hætti.

UMMÆLI

Sambíó