Prenthaus

Telur bæjarstjórnarfundi vera leikrit og ólíklegur til endurkjörs

Telur bæjarstjórnarfundi vera leikrit og ólíklegur til endurkjörs

Hlynur Jóhanns­son, full­trúi Mið­flokksins í bæjar­stjórn Akur­eyrar, er hlynntur því að lausaganga katta yrði bönnuð á Akureyri. Hann leggur til að við prófum að minnsta kosti en ef illa skyldi ganga sé alltaf hægt að draga tillöguna til baka. Þetta kemur fram í grein Fréttablaðsins.

„Þetta er búið að vera í um­ræðunni í ansi mörg ár en aldrei neitt gerst, virðist vera mikil hræðsla í bæjar­stjórnum að gera eitt­hvað í svona málum. Svo var þetta tekið upp á þessum fundi og eitt leiddi af öðru og þá kom bara í ljós að það var meiri­hluti fyrir því að banna lausa­göngu katta,“ segir Hlynur.

Hann sýnir fólkinu sem hefur tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum þó skilning um ákvörðun bæjarstjórnar: „Mér er mjög annt um ketti og ég hefði alveg þess vegna geta fallist á að þetta yrði á­fram ó­breytt en mér fundust vera fleiri rök með banninu.“

Tillagan á að ganga í garð árið 2025 en ennþá eru eftir framkvæmdir og mögulega sektar­á­kvæði: „Mér sýnist við hafa nægan tíma. Það er ýmis vinna eftir í þessu og það á bara eftir að finna út úr því í ró­leg­heitunum hvernig er best að vinna úr þessu og fram­fylgja,“ segir Hlynur.

Hlynur er viss um að fleiri sveitarfélög feti í spor Akureyrar og banni lausagöngu katta.

Oft sagt að bæjarstjórnarfundir séu leikrit

Hann vill meina að ekkert hindri bæjarstórn við að draga bannið til baka ef eitthvað fer illa. Nefnt hefur verið að kettir gegni t.d. mikilvægu hlutverki ef upp kæmi músafaraldur. „Það er þá alla­vega búið að prófa þetta og sjá hvað gerist. Við eigum ekki að vera hrædd að prófa hluti og sjá hvert það leiðir okkur.“

Hilda Jana Gísla­dóttir, bæjar­full­trúi Sam­fylkingarinnar, greiddi at­kvæði gegn til­lögunni og gagn­rýndi hana fyrir að hafa verið illa undir­búin. Lítil sem engin um­ræða hafi verið um til­löguna.

„Við vorum ekki búin að ræða þetta neitt ofan í kjölinn,“ segir Hlynur. „Má aldrei taka upp svona ó­vænt mál? Ég hef oft sagt að þessir bæjar­stjórnar­fundir séu svo­lítið leik­rit vegna þess að það er búið að ræða þetta allt saman annars staðar og svo segja menn þetta aftur uppi í pontu til þess að koma því út í loftið. Ef það mega aldrei koma svona smá mál sem er að­eins tekist á um án þess að allt fari á hliðina þá getum við alveg eins hætt með þessa bæjar­stjórnar­fundi. Þetta er bara sýndar­mennska.“

Oft hafi myndast umræðu um málið innan bæjarstjórnar en aldrei verið farið í málið, að sögn Hlyns.

Ólíklegur til endur­kjörs í vor

Líða fer á lok fyrsta kjörtímabil Hlyns í bæjarstjórn. Aðspurður segir hann ólíklegt að hann bjóði sig fram í næstu kosningum: „Ég er frekar frá því,“ segir hann.

Hann er óviss með núverandi skipulag bæjarstjórnar á Akureyri, að allir flokkar séu saman í meirihluta og því enginn meiri-né minnihluti. „Ég held að eftir á að hyggja hefði mér ekki þótt verra að gamli meiri­hlutinn hefði haldið sínu og verið á­fram og við verið á­fram í minni­hluta, svona miðað við hvernig þetta þróaðist. En sitt sýnist hverjum þar.“

UMMÆLI

Sambíó