Tengir gaf sjúkrahúsinu barkaþræðingatæki

Tengir gaf sjúkrahúsinu barkaþræðingatæki

Fyrirtækið Tengir á Akureyri hefur gefið sjúkrahúsinu á Akureyri vídeó barkaþræðingatæki, Glidescope Go, að gjöf. Tengir valdi tækið út frá því að það gæti nýst á þeim tímum sem fram undan eru, en mælt er með notkun slíkra tækja við barkaþræðingu COVID-19 sjúklinga.
Þá hafa peningagjafir verið að streyma inn til Hollvinasamtaka SAk sem notaðar eru til að styrkja búnað sjúkrahússins. Nú er verið að nota þær gjafir meðal annars í kaupum á nýjum fæðingarrúmum, ferðaöndunarvél, sérútbúnum gjörgæslurúmum og tæki til kælingar hjá sjúklingum eftir hjartastopp.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó