,,Það endar með því að maður fer yfirum af kvíða en ekki útaf covid“

,,Það endar með því að maður fer yfirum af kvíða en ekki útaf covid“

Rósa Ragúels, íbúi á Dalvík, deildi skemmtilegri færslu á facebook-síðu sinni í gær sem hefur fengið mikil viðbrögð. Sandra Dís Hafþórsdóttir er höfundurinn á bakvið þessa skemmtilegu færslu, sem nú margir hafa deilt. Þar segist hún vera kvíðin yfir ástandinu, þó ekki yfir covid-veirunni, heldur því hversu virkir allir eru í kringum hana í samkomubanninu og sóttkví.

Alls eru 369 manns í sóttkví á Norðurlandi eystra og ef marka má samfélagsmiðla virðast allir vera að nýta tímann vel. Kannski of vel. Fólk er ýmist að baka, elda, þrífa, hreyfa sig og gera allskonar áskoranir. Rúna lýsir ástandinu mjög skemmtilega en pistilinn má lesa hér að neðan:

Það endar með því að maður fer yfirum af kvíða núna. Ekki útaf blessaðri Covid veirunni, o nei. Maður á bara að vera að gera svo mikið síðan veiran kom upp að ég veit ekki hvernig í ósköpunum maður á að fara að þessu öllu saman.
Eitt af því bráðnauðsynlega er að panta sér alls konar á netinu, helst eitthvað sem ég vissi bara alls ekki að mig vantaði. Nú svo á maður stanslaust að vera að standa upp, slaka á, baka kökur en samt borða hollt í þessu ástandi, búa til bingó fyrir börnin, hugsa um sjálfan sig, ekki hugsa um veiruna en hugsa samt um hana, klappa fyrir alls konar fólki og helst að setja video af því á netið. Svo þarf maður víst að hafa skoðun á því af hverju ekkert er gert fyrir Jón og Gunnu, bölva ríkisstjórninni eða sóttvarnalækni fyrir að gera of mikið eða of lítið og ýmislegt annað nytsamlegt. Nú svo þurfa auðvitað allir að gera blessuðu heimaæfingarnar, jafnvel þó að fólk hafi bara aldrei hreyft á sér rassgatið um ævina. Ég held ég fari bara og leggi mig þegar ég er búin að troða öllunum böngsunum á heimilinu út í glugga…..

Sambíó

UMMÆLI