Þær færa sig upp og niður – Lyftur á Akureyri

Þær færa sig upp og niður – Lyftur á Akureyri

Krasstófer og Ormur eru hér í sínum fyrsta þætti þar sem þeir kynnast lyftum á Akureyri og því sem þær hafa upp á að bjóða.

Þær færa sig upp og niður, það er það sem þær hafa upp á að bjóða. Schindler og félagar í Sviss framleiða örugglega allar lyftur sem eru á Akureyri. Ef einhverjum dettur í hug setja lyftu í byggingu hér þá annað hvort heyrir viðkomandi beint í Schindler og co. eða öllum símtölum er beint þangað það bara getur ekki annað verið, enda gengur ekki að fá eitthvað annað en Schindlerinn.

Þær eru kannski enginn Rolls Royce lyftanna en þær eru vinnuþjarkar sem bila ekki, Toyota eða Ferguson lyftanna. Kannski eru það hugrenningartengsl við Oskar Schindler sem lætur okkur velja þær lyftur, en við vitum að hann gerði góða hluti með því að bjarga gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni og því nafnið traustsins virði (afsakið ef við breytum lífssýn einhvers en Oskar góði Schindler tengist lyftufyrirtækinu fræga ekki neitt). Kannski eru einhvers konar einokunarverslunarsamningur sem heldur Akureyringum, og mögulega öllu Íslandi, í Schindler heljargreipum en það skiptir svo sem engu.

Hér eru að minnsta kosti nokkrar mínútur af lyftuefni með Glám og Skrám, Prumpa og Freta, Hatt og Fatt — Krasstófer og Orm.

UMMÆLI