The Cheap Cuts gefa út nýtt lag

The Cheap Cuts gefa út nýtt lag

Í dag kom út lagið I’ll Do It Later með akureyrsku rokkhljómsveitinni The Cheap Cuts. Lagið er annað lagið sem hljómsveitin gefur út af komandi plötu. Hlustaðu á lagið hér að neðan.

Þeir Finnur Salvar Geirsson og Elmar Atli Arinbjarnarson skipa hljómsveitina The Cheap Cuts. Þeir eru báðir Akureyringar en þeir kynntust í hljóðtækninámi í Stúdíó Sýrland í Reykjavík.

Fyrsta lag sveitarinnar, Words, kom út í síðustu viku, og nú á föstudaginn mun hljómsveitin gefa út sína fyrstu plötu.

Sjá einnig: Nýjasta rokkhljómsveit Akureyrar gefur út fyrsta lagið af komandi plötu

Hlustaðu á lagið I’ll Do It Later í spilaranum hér að neðan.

COMMENTS