Þetta eru 5 bestu veitingastaðir á Akureyri samkvæmt TripAdvisor

Þetta eru 5 bestu veitingastaðir á Akureyri samkvæmt TripAdvisor

Allir hafa orðið varir við þá gríðarlegu aukningu ferðamann sem hefur orðið á Íslandi síðustu árum. Árið 2000 komu yfir 300.000 ferða­menn til Íslands, aðeins 10 árum síðar eða árið 2015 kom ein milljón og 300.000 manns til að ferð­ast um landið.

Þessi aukning hefur haft mikil áhrif á þjóðfélagið og ekki síst veitingageirann því einhverstaðar verður þetta fólk jú að borða. Ferðamálavefurinn TripAdvisor er mjög vinsæll meðal ferðamanna en þar getur fólk sagt álit sitt á öllum þeim afþreyingar og veitingstöðum sem stoppað er á.

Við ákváðum að skoða hvaða 5 veitingastaðir á Akureyri skora hæst samkvæmt síðunni vinsælu.

5. Hamborgarafabrikkan – Það eru félagarnir Simmi og Jói sem verma 5. sætið á listanum með hamborgarastaðinn sinn. Einn ánægður viðskiptavinur líkir staðnum við hinn vinsæla Cheesecake Factory. Þá hrósa margir starfsfólki staðarins fyrir góða þjónustu.

Hamborgarafabrikkan

Hamborgarafabrikkan

4. Akureyri Fish and Chips – Sökum þess hve hátt hlutfall ferðamanna á Íslandi um þessar mundir eru bretar, þá kemur það kannski ekki á óvart að þessi staður komi vel út. Af umsögnum að dæma færðu úrvals fisk og franskar í Skipagötunni.

Fiskur og franskar

Fiskur og franskar

 

3.Örkin hans Nóa – Staðurinn sérhæfir sig í sjávarréttum og virðast vera að gera það nokkuð vel. Fallega staðsettur veitingastaður sem ferðamenn eru hrifnir af.

Örkin hans Nóa

Örkin hans Nóa

2. Strikið – Ferðamenn flykkjast á Strikið og virðast í flestum tilfellum mjög ánægðir. Það er ekki bara maturinn sem heillar heldur tala margir gestir um útsýnið.

Strikið

Strikið

1. Rub23 – Ferðamenn sem koma til Akureyrar virðast hreinlega elska Rub23 í Gilinu. Þeirra margrómaða Sushi pizza fær sérlega mikið lof og þá virðast gestir vera mjög hrifnir af staðsetningu og útliti staðarinns.

Rub23

Rub23


UMMÆLI

Sambíó